ILIFE V8s 2 in 1 ryksuga

ILIFE V8s 2 in 1 ryksuga

Verð án afsláttar 54.990 kr Tilboð

Frí heimsending. Pantaðu í dag og fáðu afhent á milli og .

ILIFE V8s nýjasta ryksugan frá ILIFE, um er að ræða uppfærslu af vinsælu ryksugunni ILIFE V5s. V8s ryksugan er með 4 mismunandi hreinsikerfi, 750ml rykbox og 300ml vatnsbox. Uppfærð "Pet Hair Care" tækni með auknum sogkrafti gerir henni kleift að ryksuga upp dýrahár og önnur óhreinindi. Hentar vel fyrir parket, steypt gólf, flísar, þunn teppi ofl. Gefur frá sér 68db hljóð við þrif með 1200Pa sogkrafti, hæð frá gólfi er 81mm. Sérstök tímastilling fyrir þrif hvaða tíma dags og hægt að velja sérstakan tíma hvern dag fyrir þrif. Uppfærð stýring á losun vatns úr vatnstanki með i-dropping tækni. Ryksugan losar aðeins vatn úr tankinum þegar hún er á ferð og inniheldur i-move tækni sem sendir ryksuguna skipulega um svæðin og kemur í veg fyrir að ryksugan fari tvisvar yfir sama svæðið. Enginn miðjubursti eins og er í mörgum öðrum ryksugu vélmennum sem þýðir minna viðhald. ILIFE ryksugur koma ekki í stað hefðbundinna ryksuga en dregur verulega úr þeim skiptum sem þarf að ryksuga á gamla mátann. HEPA filter kerfi dregur úr ofnæmisviðbrögðum vegna ryks og dýrahára.