Skilmálar

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

Lautus ehf. er vefverslun sem sérhæfir sig í nýjustu tækni af raftækjum fyrir heimili. Lautus ehf. er einnig söluaðili ILIFE á Íslandi. Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu VALITOR eða NETGÍRÓ. Hægt er að hafa samband við okkur hér.

AFHENDING VÖRU

Þegar þú kaupir í vefverslun Lautus færðu vöruna senda frítt heim að dyrum með Íslandspósti. Afhendingartími getur verið breytilegur, sjá vörulista fyrir upplýsingar um dagsetningu afhendingar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Lautus ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Lautus ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða endurgreiðsla. Lautus ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Verð og vöruframboð getur breyst án fyrirvara. Sé pöntun ekki afgreidd þá fær viðskiptavinur endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Lautus ehf. geymir ekki persónuupplýsingar eða kortaupplýsingar. Þessar upplýsingar eru eingögnu nýttar til þess að ganga frá pöntun og er ekki deilt með þriðja aðila. Meðhöndlun persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kortaupplýsingar eru meðhöndlaðar í gegnum öruggt greiðslukerfi Valitor.

SKILAFRESTUR 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður varan endurgreidd samkvæmt lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000.

VERÐ

Verð í vefverslun Lautus ehf. getur breyst án fyrirvara. Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti (vsk). Frí heimsending er á öllum pöntunum. Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum. 

ÁBYRGÐ

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup, en þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Viðgerðarþjónusta á keyptum vörum frá Lautus ehf. er í boði hjá Lautus ehf. en er ekki innifalin í verði vöru.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Lautus ehf. notar örugga greiðslusíðu frá VALITOR á Íslandi. Einnig er hægt að greiða með Netgíró (www.netgiro.is). Eftir að fólk er búið að greiða með Netgíró fær það reikning í heimabankann sinn og hefur 14 daga til þess að greiða reikninginn eða skipta greiðslunum. Hægt er skipta greiðslunum á 2 eða 3 mánuði vaxtalaust með Netgíró en einnig er í boði að skipta greiðslunum á lengra tímabil.

Bankamillifærsla rknr: 0133-26-013255, kt:421117-0980

TRÚNAÐUR OG ÖRYGGI

Lautus ehf. heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Privacy policy. All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party. 

Vefkökur

Lautus ehf. notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar notandinn Lautus ehf. að safna saman upplýsingum um notkun hans á vefnum www.lautus.is. Einungis Lautus ehf. og notandinn sjálfur hafa aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Leiðbeiningar um stillingar á vefkökum. Lautus ehf. notar vafrakökur til að greina almenna notkun á vefnum.

Lautus ehf. notar Google Analytics til vefmælinga. Þegar notandi kemur inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, s.s. tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið, og gerð vafra og stýrikerfis. Meðhöndlun upplýsinga í vafrakökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.

LÖG UM VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. 

Governing law / Jurisdiction. These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á verslun@lautus.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.